Nokia N76 - Forrit tækisins

background image

Forrit tækisins

22

Forrit tækisins

Tónlistarspilari

Tónlistarspilarinn styður skrár með endingunum AAC,
eAAC, eAAC+, MP3 og WMA. Tónlistarspilarinn styður
þó ekki öll skrársnið eða öll afbrigði skráarsniða.

Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum

hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur
skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu
þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið
mjög mikill.

Hægt er að hlusta á tónlist hvort sem flipinn er opinn eða
lokaður. Ef þú ert að hlusta á tónlist þegar hringt er í því er
gert hlé á henni á meðan þú svarar og þegar símatalinu
lýkur heldur hún áfram.

Upplýsingar um hvernig setja skal lög inn á spilarann er
að finna í „Flutningur tónlistar“ á bls. 24.

Nánari upplýsingar um höfundarréttarvarnir er að finna
í „Stafræn réttindi“ á bls. 98.

Tónlist spiluð

Til að spila tónlist þegar flipinn er opinn skaltu
gera eftirfarandi:

1

Ýttu á

og veldu

Tónlist

>