
Lítið minni eftir—losa minni
Margar aðgerðir tækisins vista gögn í minninu. Tækið lætur
þig vita ef það er lítið minni eftir í því eða á minniskortinu.
Hægt er að losa um minni með því að flytja gögn
yfir á samhæft minniskort (ef það er notað) eða
yfir í samhæfa tölvu.
Gögn eru fjarlægð með því að nota
Skráastjórn
til að eyða
skrám sem ekki eru lengur í notkun eða opna viðkomandi
forrit. Þú getur t.d. fjarlægt:
•
Skilaboð í möppunum í
Skilaboð
og móttekin
tölvupóstskeyti úr pósthólfinu.
•
Vistaðar vefsíður
•
Tengiliðaupplýsingar
•
Minnismiða í dagbók
•
Forrit sem birtast í
Stjórn. forrita
og ekki er lengur
þörf fyrir.
•
Uppsetningarskrár (.sis) forrita sem sett hafa verið
upp á samhæft minniskorti; takið fyrst afrit af þeim
á samhæfa tölvu.