
Snið án tengingar
Sniðið
Ótengdur
gerir þér kleift að nota símann án þess að
tengjast við símkerfið. Þegar þú virkjar sniðið
Ótengdur
er
slökkt á tengingunni við þráðlausa símkerfið og það gefið
til kynna með
í sendistyrksvísinum. Lokað er á allar
þráðlausar sendingar til og frá tækinu. Ef þú reynir að
senda skilaboð er þeim komið fyrir í úthólfinu þaðan sem
þau eru send síðar.
Þegar sniðið
Ótengdur
er virkt er hægt að nota tækið án
(U)SIM-korts.
Mikilvægt: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja,
svara símtölum eða nota aðra valkosti þar sem þörf er
á tengingu við farsímakerfi. Áfram kann að vera hægt
að hringja í það neyðarnúmer sem er forritað í tækið.
Eigi að hringja verður fyrst að virkja símaaðgerðina
með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur verið læst
skal slá inn lykilnúmerið.
Einnig er hægt að nota Bluetooth-tengingu í sniðinu
Ótengdur
. Sjá „Bluetooth-tengingar“ á bls. 60.
Slökkt er á sniðinu
Ótengdur
með því að ýta á rofann
og velja annað snið. Þá verða þráðlaus samskipti
aftur möguleg (ef nægur sendistyrkur er fyrir hendi).