
Stillingar fyrir niðurhal
Forritið uppfærir tækið með nýjasta efninu sem er í boði
hjá þjónustuveitunni, sem og öðrum aðilum sem geta
tengst því. Til að breyta stillingunum skaltu velja
Valkostir
>
Stillingar
og svo úr eftirfarandi:
Aðgangsstaður
—Til að velja aðgangsstaðinn sem á að
nota til að tengjast við miðlara þjónustuveitunnar og
hvort tækið eigi að spyrja um aðgangsstaðinn í hvert
skipti sem tengst er.
Sjálfvirk opnun
—Veldu
Já
ef þú vilt að efnið eða forritið
opnist sjálfkrafa þegar því hefur verið hlaðið niður.
Staðfesting á forskoðun
—Veldu
Nei
ef þú vilt hlaða
sýnishorni af efni eða forriti sjálfvirkt niður. Veldu
Já
ef þú
vilt að alltaf sé beðið um staðfestingu áður en sýnishorni
er hlaðið niður.

Til niðurhals
67
Staðfesting á kaupum
—Veldu
Já
ef þú vilt vera beðinn
um staðfestingu áður en þú kaupir efni eða forrit.
Ef þú velur
Nei
hefst söluferlið strax og þú hefur
valið valkostinn
Kaupa
.
Þegar þú hefur lokið við að tilgreina stillingu velurðu
Til baka
.